Alþingiskosningar 1927

Þess var getið í kosningaskýrslu ársins 1927 að kosið hefði verið í öllum kjördæmum landsins en það hafði alloft borið við að kosningar féllu niður í kjördæmi vegna þess að aðeins einn var þar í framboði og varð þá sjálfkjörinn.

Fjórir stjórnmálaflokkar buðu fram við þingkosningarnar 9. júlí 1927, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn, en ekki buðu allir flokkar fram í öllum kjördæmum.

Um kosningarnar
Kjördagur 9. júlí 1927
Mannfjöldi 101.730
Kjósendur á kjörskrá 46.047
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 44,9%
Greidd atkvæði 32.928
Kosningaþátttaka 71,5%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 32,4%
Kosningaþátttaka karla 81,5%
Kosningaþátttaka kvenna 62,5%
Kjördæmakjörnir þingmenn 36
Landskjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 42
Kosningaúrslit – kjördæmakjörnir þingmenn
Gild atkvæði 32.009
Íhaldsflokkur   42,5%  13 þingmenn
Framsóknarflokkur 29,8% 17 þingmenn
Alþýðuflokkur   19,1%  4 þingmenn
Frjálslyndi flokkurinn 5,8% 1 þingmaður
Utan flokka 2,8% 1 þingmaður
Kjördæmi og þingmenn 1927
Reykjavík 2
Gullbringu- og Kjósarsýsla 2
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjar 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Suður-Múlasýsla 2
Seyðisfjarðarkaupstaður 1
Norður-Múlasýsla 2
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Eyjafjarðarsýsla 2
Akureyri 1
Skagafjarðarsýsla 2
Austur-Húnavatnssýsla 1
Vestur-Húnavatnssýsla 1
Strandasýsla 1
Norður-Ísafjarðarsýsla 1
Ísafjarðarkaupstaður 1
Vestur-Ísafjarðarsýsla 1
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1